Átök í borgarstjórnarflokki Framsóknar
„Að gefnu tilefni skal það tekið fram að þessi skoðun Sveinbjargar er ekki skoðun eða stefna Framsóknar og flugvallarvina,“ eru viðbrögð Guðfinnu J. Guðmundsdóttur, sem er annar borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallavina, við þeirri skoðun oddvita framboðsins í borgarstjórn, Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, að þeir peningar sem fara í nám fyrir börn flóttafólks sé sokkinn peningur.
Ungir framsóknarmenn hafa talað gegn skoðunum oddvitans. Hún stendur samt ekki ein.
„Ég held að það séu mjög margir sammála skoðun Sveinbjargar, ég held að við þurfum fleiri í pólitíkina eins og hana, Vigdís Hauks var líka djö góð. Þær þora að tala um óþægilega hluti, að vera í pólitík krefst þess stundum að það sé stigið út úr þægindarammanum. Ég held að hún hafi náð langt í kosningum vegna þess að hún þorir að hjóla í liðið sem vill bjarga öllum á kostnað skattgreiðenda en er ekki til búið að bjóða þessum „flóttamönnum“ heim til sín. Þetta er 101 liðið sem kýs pírata og aðra misgáfulega flokka,“ segir meðal annars í viðgbrögðum vegna þessara átaka.
„Hún Sveinbjörg er að benda á svo þarfa hluti,“ segir þar einnig. „Áfram Sveinbjörg það vantar fleirri svona í pólitíkina,“ má einnig lesa þar.