- Advertisement -

Átakanlegt átak?

Tómas Guðbjartsson læknir skrifaði:

Ég fagna því að taka eigi á málefnum bráðamóttöku LSH – enda engin vanþörf á. Nýskipaður átakshópur heilbrigðisráðherra – sem á að skila áliti innan fjögurra vikna vekur þó furðu mína. Þarna er reyndar ágætasta fólk, eins og aðstoðarmaður forstjóra og yfirlæknir bráðamóttökunnar. En hvar eru hjúkrunarfræðingar sömu deildar – sem standa öðrum fremur í eldlínunni? Enn meiri furðu vekur að kallaðir séu til tveir sérfræðingar frá Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi – sjúkrahúsi sem endalaust gustar um. Eflaust ágætir menn en ef það er einhver borg á norðurhveli jarðar sem á í vandamálum með bráðamóttökur sínar þá er það Stokkhólmur. Þar logar allt í deilum, ekki síst eftir að Karolinska sjúkrahúsið ákvað að loka fyrir stóran hluta af bráðamóttöku sinni. Þetta færði vandann yfir á bráðamóttökur hinna sjúkrahúsanna í Stokkhólmi – með skelfilegum afleiðingum. Hverjum datt í hug að fá akkúrat þessa sérfræðinga hingað? Getur verið að fyrrum landlæknir og fyrrum forstjóri Karolinska, sem jafnframt ku vera ráðgjafi heilbrigðisráðherra, sé að kalla vini sína til leiks? Þetta er álíka fáránlegt og ef stjórnendur á Landspítala væru beðnir um að koma til Færeyja eða Grænlands og ráðleggja þarlendum stjórnvöldum um uppbyggingu bráðaþjónustu. Því miður feilskot í máli sem þarf að taka mun fastari tökum.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: