- Advertisement -

Ástþór stýrir HönnunarMars

Hönnunarmiðstöð Íslands hefur ráðið Ástþór Helgason í stöðu stjórnanda HönnunarMars.

Ástþór hefur víðtæka reynslu á sviði hönnunar við sýningastjórnun, viðburðastjórnun og rekstri. Hann hefur sinnt ráðgjöf og stjórnað verkefnum í farsælu samstarfi við fjölda hönnuða, listamanna og stofnanir.

Ástþór sat í stjórn Hönnunarsjóðs fyrstu árin frá stofnun hans og átti virkan þátt í mótun áherslna og starfsemi. Hann hefur einnig setið í sjórn launasjóðs hönnuða. Ástþór sem er menntaður gullsmiður, sat áður í stjórn Form Ísland þverfalegum samtökum hönnuða á Íslandi sem var undanfari Hönnunarmiðstöðvar.

Ástþór hefur áratuga reynslu sem framkvæmdastjóri í hönnunargeiranum og mun ráðning hans marka upphaf að nýjum kafla í mikilvægu uppbyggingarstarfi Hönnunarmiðstöðvar til eflingar hönnunar og arkitektúrs á Íslandi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

HönnunarMars er hátíð hönnunar og arkitektúrs, þar sem framsækin hönnun og nýjungar leiða samtal þátttakenda og áhorfenda. Á HönnunarMars birtist er suðupunktur nýrrar þróunar, nýsköpunar, hönnunar og viðskipta.

Ástþór tekur við starfinu 1. september.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: