- Advertisement -

Ásthildur Lóa Þórsdóttir – taka tvö

„Þó er ekki víst að forystumenn ríkisstjórnarinnar hafi þá burði sem þarf til að bjarga ríkisstjórninni, áður en það verður orðið of seint.“

Davíð Oddsson.

Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ) breytti rangt þegar hún sagði af sér ráðherradómi. „Glæpur“ hennar er 35 ára gamall. Hún hefur verið kjörin á Alþingi vegna vinnu sinnar og dugnaðar á síðustu árum. Hún getur ekki annað en verið þroskaðri andlega en hún var fyrir rúmum aldarþriðjungi.

Hún og barnsfaðir hennar drógust saman, þrátt fyrir aldursmun. Tilfinnigarnar spyrjast ekki fyrir um aldur eða aldursmun. Hún braut ekki gegn hegningarlögum. Glæpur var ekki framinn. ÁLÞ hefur áunnið sér mikið traust í störfum sínum í stjórnmálum.

Í síðustu kosningum náði hún að verða fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis. Það sæti hefur verið „eign“ Sjálfstæðisflokksins. Núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, Guðrún Hafsteinsdóttir, linnir ekki látum í baráttu sinni gegn ÁLÞ. Svo smekklaust sem það nú er.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Davíð Oddsson: „Hitt er annað mál að sífellt virðist verða ljósara, það sem sýndist þó fljótt, að Flokkur fólksins hafi verið fjarri því að vera orðinn tækur til setu í ríkisstjórn sem tæki sig alvarlega. Það er í sjálfu sér enginn áfellisdómur.“

Það sem ÁLÞ aðhafðist í ástarmálum fyrir þriðjungi aldar hefur ekkert lítið eða ekkert að gera með dómgreind ÁLÞ í dag.

Nú kemur stuðningur við ÁLÞ úr óvæntri átt. Frá Davíð Oddssyni. Hann skrifaði meðal annars í Reykjavíkurbréf þessarar helgar:

„Hitt er annað mál að sífellt virðist verða ljósara, það sem sýndist þó fljótt, að Flokkur fólksins hafi verið fjarri því að vera orðinn tækur til setu í ríkisstjórn sem tæki sig alvarlega. Það er í sjálfu sér enginn áfellisdómur.

Flokkur fólksins lét forðum töluvert til sín taka á þingi og gerði þar gagn, en það hefur bersýnilega ekki sýnt sig að hann hafi lokið „sveinsprófinu“ um að vera hæfur til að axla ábyrgð í ríkisstjórn Íslands, og er þetta því miður að verða sífellt erfiðara fyrir ríkisstjórnina að búa við. En þó er ekki víst að forystumenn ríkisstjórnarinnar hafi þá burði sem þarf til að bjarga ríkisstjórninni, áður en það verður orðið of seint.“

Þannig er nú það. Afsögn ÁLÞ úr ráðherradómi var fljótfærnisleg og best færi á að hún yrði aftur sett í embættið. Höldum svo áfram.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: