- Advertisement -

Ástfanginn Hannes Hólmsteinn býr með 47 árum yngri manni í Brasilíu

Mynd af viðtalinu sem Mogginn átti við Hannes Hólmsteinn.

„Ég hef verið gæfumaður. Ég er í sambúð í Brasilíu og mitt samband er mjög gott. Ég hef lært mikið af því. Annars finnst mér að einkalíf eigi einmitt að vera einkalíf og þess vegna hef ég ekki verið að hrópa um það af húsþökum.“

Þetta segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson sem opnar á einkalís sitt í sunnudags Mogganum.

Blaðamaður Moggans spyr: Er þetta ungur maður eða jafnaldri þinn?

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Ég hef reynt að brúa kynslóðabilið þannig að það eru 47 ár á milli okkar.“

Hver er lykillinn að því að búa farsællega með svona miklu yngri manni?

„Það eru margvísleg vandkvæði fólgin í því þegar tveir einstaklingar taka saman þar sem er mikill aldursmunur og einnig munur á menningarheimum og viðhorfum. Lykillinn að því að það gangi vel er að umgangast á þeim sviðum þar sem menn eiga eitthvað sameiginlegt en veita hins vegar svigrúm á sviðum þar sem þeir eru með ólík sjónarmið og áhugamál. Það höfum við gert og það hefur gengið mjög vel. Mér vinnst mjög vel þar úti. Lífið er rólegt og þægilegt. Ég sigli lygnan sjó.“

Trúirðu á ástina?

„Trúi ég á ástina? Ég á í hálfgerðum vandræðum með að svara þessari spurningu. Ég get haldið lærða fyrirlestra um ástina í hennar mörgu afbrigðum en ég veit ekki hvort ég trúi á hana. Jú, líklega, hún hefur vitjað mín, þannig að hún er raunveruleg.“

Hér skal ítrekað að efnið í fréttina er sótt í Morgunblað morgundagsins.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: