Í það heila hafa 25 hjúkrunarfræðingar hætt störfum eða sagt upp á bráðamóttöku Landspítala frá síðustu áramótum; kemur þetta fram í svari Helgu Rósu Másdóttur, deildarstjóra á bráðamóttöku, við fyrirspurn Fréttablaðsins.
13 hjúkrunarfræðingar hafa nú þegar hætt störfum; nokkrir lækkað starfshlutfall sitt verulega.
Að auki hafa 12 hjúkrunarfræðingar sagt upp starfi sínu á síðustu vikum.
Þá er vert að nefna að 9 uppsagnir koma til framkvæmda þann 1. september næstkomandi og 3 uppsagnir taka gildi mánuði síðar.
Kemur einnig fram í svarinu að nokkrir hjúkrunarfræðingar hafa óskað eftir lækkuðu starfshlutfalli í haust; nema þá þessar 12 uppsagnir og lækkun á starfshlutfalli alls 14,5 stöðugildum.
Þá er gert ráð fyrir, samkvæmt mönnunarlíkani spítalans, 90 stöðugildum hjúkrunarfræðinga á bráðamóttökunni, en 1. janúar síðastliðinn voru 85,7 stöðugildi mönnuð, en í maí síðastliðnum voru 68,5 stöðugildi mönnuð; því vantar hjúkrunarfræðinga í 21,5 stöðugildi í dag.
Vonast er eftir því með fyrirhuguðum nýráðningum í haust að mönnuð stöðugildi verði 63, og því ljóst að það mun vanta 27 stöðugildi hjúkrunarfræðinga á bráðamóttökuna.