- Advertisement -

Ástæðan er að Ísland er gerspillt

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári.

Í tilefni af 100 ára afmæli Hæstaréttar er hér súlurit yfir traust fólks til dómskerfisins í ýmsum löndum. Ekki var spurt um Ísland svo ég dró rauða línu niður eftir súlunum til að sýna hvar traust Íslendinga gagnvart dómskerfinu liggur. Það er aðeins í tveimur löndum þar sem fólk ber minna traust til dómskerfsins, í Úkraínu og Búlgaríu. Ég setti svo ramma utan um Norðurlöndin svo fólk gæti séð hvað ástandið þar er skaplegra. Það er undarlegt hversu lítið er rætt um það á Íslandi hversu erfiðlega almenningi gengur að sækja réttlæti í dómskerfið. Áratuga misnotkun hinna ríku og valdamiklu á þessu kerfi hefur grafið undan því. Sem er ekki síður alvarlegt mál en niðurbrot stjórnmálanna, þó almenningur upplifi sig enn sviknari af stjórnmálunum en dómskerfinu.

Ísland er nánast fallið ríkið þar sem lýðræðis- og réttlætiskerfin virka ekki.

Ísland sker sig algjörlega frá Norðurlöndunum þegar kemur að trausti almennings gagnvart stofnunum samfélagsins. Þar er það miklu algengara en ekki að fólk upplifi að helstu stofnanir samfélagsins gæti réttinda og hagsmuna almennings. Hér er sú skoðun minnihlutaskoðun, algjör minnihlutaskoðun þegar kemur að stjórnmálunum, fjármálakerfinu og þjóðkirkjunni.

Ástandið á Íslandi er verra en í nokkru landi í okkar heimshluta. Það er helst að hægt sé að finna samjöfnuð í ríkjum Austur-Evrópu sem hafa verið straujuð, fyrsta af alræði klíkuvædds kommúnisma og síðan af klúkuvæddri dólga-nýfrjálshyggju og ný-fasisma. Afstaða almennings í þessum löndum til helstu stofnana samfélagsins, þeirra sem gæta eiga að almannahag og verja einstaklinga og samfélagi fyrir yfirgangi hinna ríku og valdamiklu, er svipuð og á Íslandi.

Hvers vegna skyldi það vera? Elítan segir almenning ekki fatta neitt, vera of reiðan og láta tilfinningar hlaupa með sig í gönur. Hver heldur þú að ástæða sé? Auðvitað, ástæðan er að Ísland er gerspillt, nánast fallið ríkið þar sem lýðræðis- og réttlætiskerfin virka ekki.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: