- Advertisement -

Ásmundur vill sekta sóðana

- lágmarkssekt verði hundrað þúsund krónur.

Ásmundur Friðriksson vill að sóðar verði sektaðir. Hann hefur, ásamt fimm öðrum þingmönnum, lagt fram lagafrumvarp þess efnis.

„Rusl sem er fleygt á víðavangi er augljóst lýti á umhverfinu. Með því að láta slíkt framferði óáreitt sköðum við þau verðmæti sem felast í íslenskri náttúru. Erlendis er þekkt að greiða þarf háar sektir fyrir að henda rusli á víðavangi. Með frumvarpinu er lagt til að lögfestar verði aðgerðir til að halda náttúrunni hreinni og stuðla að bættu hugarfari.“

Þingmennirnir vilja að lágmarkssekt verði hundrað þúsund krónur. Auk Ásmundar kvitta þessir þingmenn upp á frumvarpið: Bryndís Haraldsdóttir, Inga Sæland, Jón Gunnarsson, Óli Björn Kárason og Vilhjálmur Árnason.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: