Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar:
Jæja, þá er svarið frá forseta Evrópuráðsþingsins komið. Alveg eins og við var að búast að þá er einmitt ekki bannað að benda á spillingu í Evrópuráðsþinginu. Loks get ég líka sýnt fram á þau ósannindi sem Ásmundur hélt fram á Bylgjunni í gær um að hann hafi ekki farið fram á viðurlög gegn mér. Það er lygi. Hann vildi bæði að ég yrði svipt réttindum og að ég yrði jafnvel rekin úr Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins. Eins og meðfylgjandi bréf sýna.
Þar að auki vil ég að það komi skýrt fram að ég hef verið ófeimin við að upplýsa kollega mína í Evrópuráðsþinginu um siðaregluúrskurðinn allt frá því að hann féll. Enda um brot á mínu tjáningarfrelsi að ræða.
Hans auma afsökun fyrir þessu tilgangslausa klögubréfi sínu er því ekki sönn.
Þó Ásmundur hafi ekki hugmynd um hvað ég er að gera í Evrópuráðsþinginu þýðir það ekki að hann megi bara fabúlera eitthvað út í loftið til þess að reyna að réttlæta þann augljósa hefndarhug sem liggur að baki þessu bréfi sem hann skrifaði.