Fréttir

Ráðherra sendir Persónuvernd fingurinn

By Miðjan

August 06, 2024

Stjórnsýsla „Mennta- og barna­málaráðuneytið og Mennta­mála­stofn­un, nú Miðstöð mennt­un­ar og skólaþjón­ustu, hafa ít­rekað hunsað er­indi Per­sónu­vernd­ar,“ segir í frétt á mbl.is.

„Í er­ind­un­um er beðið um upp­lýs­ing­ar um Innu, upp­lýs­inga­kerfi fram­halds­skóla, og óskaði Per­sónu­vernd fyrst eft­ir svör­um frá ráðuneyt­inu í júní árið 2022. Síðan hef­ur beiðnin verið ít­rekuð alls fjór­um sinn­um, nú síðast í janú­ar.

Eft­ir fyrstu beiðnina fór ráðuneytið fram á svar­frest sem það nýtti sér þó aldrei. Raun­ar hef­ur svar ekki enn borist,“ segir í fréttinni.

Þetta kem­ur fram í bréfi á vef Per­sónu­vernd­ar þar sem stofn­un­in veit­ir leiðbein­andi svar til mennta- og barna­málaráðuneyt­is­ins, Miðstöðvar mennt­un­ar og skólaþjón­ustu, og Advania um ábyrgð á vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga í Innu.

Per­sónu­vernd taldi óljóst hver bæri ábyrgð á Innu og vildi bæta úr því í ljósi þess hversu marg­ir ein­stak­ling­ar eru und­ir í upp­lýs­inga­kerf­inu og hversu víðfeðm notk­un þess er.“