- Advertisement -

Ásmundur leysir vind

Stjórnmál Það munar ekki um viðbrögðin í Sjálfstæðisflokknum við grein Ásmundar Friðrikssonar. Flokkurinn logar stafnanna á milli. Þar sakar hver annan um hræsni.

„…hræsnararnir í Sjálfstæðisflokknum láta ekki sitt eftir liggja í óhemjuskapnum, missa á sér stjórn í taugaveiklun og leggja helst til, að kjósendur flokksins í Suðurkjördæmi striki Ásmund út af framboðlistanum í kosningunum á næstunni, sem þaggi þannig endanlega niður í honum, að hann verði „hinni endanlegu lausn“ að bráð,“ skrifar Páll Bragi Kristjónsson.

Eini þingmaður flokksins sem hefur blandað sér í málið er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir varaformaður. Hún hefur ímugust á skrifum Ásmundar. Páll Bragi er ekki sáttur við varaformanninn.

„Hinn nýlega uppdubbaði varaformaður flokksins til brábirgða með ólýðræðislegri skemmri skírn til þess embættis fer svo fremst í flokki faríseanna. Ætla alvöruforystumenn flokksins að láta átölulaust fótum troða einstaklingsréttinn, skoðanaréttinn og tjáningarfrelsið?“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þarna er hoggið. Áslaug Arna, ritari og varaformaður, sögð vera ekki alvöruforystmaður.

Viðbrögð, við grein Ásmundar, eru allskonar. Margir eru á móti því að hann hafi skrifað það sem hann gerði meðan margir fagna honum. Klappa hann upp.

Ásmundur leysti vind og allt er galið í flokknum. Margir flokksfélagar eiga erfitt með að sættast á bága stöðu flokksins og nú hefur verið efnt til innanflokksátaka. Og það nokkuð mikilla.

Það eru tæpar tvær vikur til kosninga. Sjálfstæðismenn ætla að sjá um sig.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: