- Advertisement -

Ásmundur: Farið bara til andskotans

- á sama tíma hrundi kaupmáttur fólksins í landinu, á sama tíma hækkuðu skuldir fiskverkafólksins upp í rjáfur.

„Ég hef verið talsmaður kvótakerfisins þrátt fyrir alla galla þess og auðvitað kosti. Það kom mér á óvart þegar ég heyrði talsmann Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi tala í gær um að greinin ætlaði að flytja vinnsluna úr landi. Ég velti fyrir mér hvort greinarnar snúi baki við þeim gæðum fiskvinnslunnar sem fylgja því að nota ferska vatnið okkar og hreinleika íslenskrar náttúru sem hefur verið eitt af aðalsmerkjum útflutningsgreinarinnar.“

Þannig hóf Ásmundur Friðriksson stutta ræðu sína á Alþingi í dag.

„Og er talsmaðurinn búinn að gleyma hruninu þegar gengið féll um tugi prósenta árið 2007, þegar tekjur útgerðarinnar margfölduðust og hagnaður greinarinnar fór í sögulegar hæðir? Á sama tíma hrundi kaupmáttur fólksins í landinu, á sama tíma hækkuðu skuldir fiskverkafólksins upp í rjáfur. Samt mættu allir í vinnu í fiskvinnslufyrirtækjunum og stóðu sína plikt. Í dag, þegar við erum að fást við tímabundið vandamál sem stafar af mikilli velgengni í landinu, kemur talsmaður sjávarútvegsfyrirtækja og hótar því að fara með vinnsluna úr landi, flytja út fiskinn óunninn og vinna hann í útlöndum. Það er nóg af fólki sem vill vinna þennan fisk hérna heima og veiða hann hér. Þing og þjóð lætur ekki hóta sér svona. Enginn hótar okkur því að fara með fiskinn til útlanda. Það kemur ekki til greina. Ég trúi því ekki að stór hluti þeirra sem hafa kvótann í höndum taki undir þessi orð. Ég svara þessu fólki bara á sjómannamáli, að þeir sem vilja fara með vinnsluna til útlanda fari bara til andskotans,“ sagði Ásmundur.

Hér er ræða Ásmundar og viðbrögð forseta þingsins vegna orða þingmannsins.

Þú gætir haft áhuga á þessum


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: