- Advertisement -

„Ásmundur er plága á ríkiskassanum“

…vítavert gáleysi að flakka svona milli manna í miðjum kórónuveirufaraldrinum.

Katrín Baldursdóttir skrifar:

1.3 milljónir þrátt fyrir COVID! 1.3 milljónir hefur Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins fengið í aksturspeninga það sem af er ári. Skattfrjálst. Og sem fyrr hefur hann fengið mest allra þingmanna. Ég myndi segja að það væri vítavert gáleysi að flakka svona milli manna í miðjum kórónuveirufaraldrinum. Eða hvað er hann að gera við peninginn? Maður spyr sig. Er hann að greiða niður gamlar skuldir eða hvað? Hvernig væri að allt þetta fólk sem hann segist hafa verið að heimsækja, gefi sig fram og vitnaði um málið. 

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þetta er bilun.

Í fyrra fékk hann 320 þúsund í bílastyrk að meðaltali á mánuði skattfrjálst. Það er miklu meira en mánaðarlaun öryrkja frá TR og miklu meira en láglaunafólk fær á mánuði eftir skatt. Og hann býr ekki lengra frá höfuðborgarsvæðinu en á Suðurnesjum. Þar að auki fær hann 1,170 þúsund krónur í laun á mánuði. Auk þess getur þingmaður sem gegnir formennsku eða varaformennsku í nefnd fengið álag ofan á þingfararkaupið. Þá fá landsbyggðarþingmenn húsnæðis- og dvalarkostnaðargreiðslu, álag á húsnæðis- og dvalarkostnaðargreiðslu, fastan greiddan ferðakostnað í kjördæmi og fastan starfskostnað.

Þetta er bilun. Þrátt fyrir að Ásmundur hafi fengið athugasemdir heldur hann áfram að keyra og keyra eins og enginn sé morgundagurinn. Eða svo segir hann. Hvað veit maður. Þetta er ósvífið. Ásmundur er plága á ríkiskassanum.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: