- Advertisement -

Ásmundur Einar reki ráðuneytisstjórann

Við þetta tækifæri opinberaði Gissur afstöðu sem ekki er hægt að skilja öðruvísi en litaða af grimmilegum fordómum og kaldlyndi.

Sólveig Anna skrifar:

Sólveig Anna Jónsdóttir:
Gissur sagði m.a. að það væri kostur hversu auðvelt væri að losa sig við erlent vinnuafl og að erlent vinnuafl nennti ekki að læra íslensku.

Við Agnieszka Ewa Ziółkowska, varaformaður Eflingar, sendum frá okkur yfirlýsingu í dag vegna svívirðilegra ummæla ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins, Gissurar Péturssonar, ummæla sem lýsa óþolandi og ólíðandi viðhorfi gagnvart verkafólki af erlendum uppruna. Ráðuneytisstjórinn tók þátt í pallborðsumræðum í Háskóla Íslands síðasta föstudag þar sem umræðuefnið var fólksflutningar og aðbúnaður fólks af erlendum uppruna á íslenskum vinnumarkaði. Við þetta tækifæri opinberaði Gissur afstöðu sem ekki er hægt að skilja öðruvísi en litaða af grimmilegum fordómum og kaldlyndi gagnvart því fólki sem hingað hefur komið til að knýja áfram hjól atvinnulífsins, oft á ömurlegum launum og við erfiðar aðstæður. Gissur sagði m.a. að það væri kostur hversu auðvelt væri að losa sig við erlent vinnuafl og að erlent vinnuafl nennti ekki að læra íslensku og því væri til lítils að setja peninga í að kenna þeim tungumálið. Sem forystukonur í félagi sem telur 15.000 félagsmenn af erlendum uppruna finnum við til reiði og hneykslunar við að verða vitni að svona ömurlegu viðhorfi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

mikli fjöldi fólks sem hingað hefur komið til að starfa á betra skilið.

Starfsmanneskja Eflingar var viðstödd umræðurnar í HÍ og upplýsti okkur um talsmáta ráðuneytisstjórans. En þetta er ekki í fyrsta skipti sem starfsfólk Eflingar verður vitni að kaldlyndi og skeytingarleysi Gissur þegar kemur að örlögum og lífsskilyrðum aðflutts vinnuafls. Því getum við ekki komist að annarri niðurstöðu en þeirri að ráðuneytisstjóri sé algjörlega óhæfur til að sinna starfi sínu og því krefjumst við þess að Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra, axli ábyrgð á manni sem starfar í hans umboði og láti hann víkja. Allur sá mikli fjöldi fólks sem hingað hefur komið til að starfa á betra skilið en að maður sem haldinn er slíkum fordómum fari um í samfélaginu í skjóli ráðherra og lítilsvirði framlag þeirra til íslensks samfélags.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: