- Advertisement -

Ásmundar Einar viðurkennir „stórþjófnað“

Guðmundur Gunnarsson.

„Ef þetta er rétt hjá Ásmundi, þá er það einfaldlega þannig að hann og samráðherrar eru að viðurkenna að ríkisstjórnin sé að stela árlega 48 milljörðum af sparifé lífeyrisþega,“ skrifar Guðmundur Gunnarsson.

Tilefnið er svar Ásmundar Einars við fyrirspurn frá Helga Hrafni Gunnarssyni. Helgi Hrafn spurði hver ár­leg­ur viðbót­ar­kostnaður rík­is­sjóðs við al­manna­trygg­inga­kerfið yrði ef elli­líf­eyr­ir væri hækkaður þannig að sam­tala elli­líf­eyr­is og heim­il­is­upp­bót­ar til elli­líf­eyr­isþega næmi 420.000 kr. „Viðbót­ar­kostnaður rík­is­sjóðs við þessa breyt­ingu er áætlaður 48.459 millj. kr. á ári og er þá ekki gert ráð fyr­ir breyt­ing­um á frí­tekju­mörk­um eða skerðing­ar­hlut­föll­um vegna fram­an­greindra bótaflokka,“ seg­ir í svari Ásmundar Einars. 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: