„Ef þetta er rétt hjá Ásmundi, þá er það einfaldlega þannig að hann og samráðherrar eru að viðurkenna að ríkisstjórnin sé að stela árlega 48 milljörðum af sparifé lífeyrisþega,“ skrifar Guðmundur Gunnarsson.
Tilefnið er svar Ásmundar Einars við fyrirspurn frá Helga Hrafni Gunnarssyni. Helgi Hrafn spurði hver árlegur viðbótarkostnaður ríkissjóðs við almannatryggingakerfið yrði ef ellilífeyrir væri hækkaður þannig að samtala ellilífeyris og heimilisuppbótar til ellilífeyrisþega næmi 420.000 kr. „Viðbótarkostnaður ríkissjóðs við þessa breytingu er áætlaður 48.459 millj. kr. á ári og er þá ekki gert ráð fyrir breytingum á frítekjumörkum eða skerðingarhlutföllum vegna framangreindra bótaflokka,“ segir í svari Ásmundar Einars.