Mannlíf

Áslaug Arna: „Við þurf­um fleira fólk“

By Miðjan

May 09, 2021

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir í stóru framboðsviðtali í Mogga dagsins. Hún sækist eftir fyrsta sæti í Reykjavík. Þar sem Guðlaugur Þór Þórðarson er fyrir á fleti. Það sem vinnur þessi keppni er líklegt til að taka við formennsku af Bjarna Benediktsson. Sá hættir klárlega komist flokkurinn ekki í næstu ríkisstjórn. Keppni þeirra kann því að hafa tvöfalda merkingu.

Staða varaformannsins, Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur er snúin. Nái hún ekki fyrsta sæti í Norðvestri af Haraldi Benediktssyni fyrirgerir hún annars ágætlega vænlegri stöðu til formennsku. Sem hún hefur sagst ætlast að keppa að.

Bæði Áslaug Arna og Guðlaugur Þór eru fremri Þórdísi Kolbrúnu. Áslaug Arna var í Moggaviðtali og Guðlaugur Þór í Fréttablaðinu. Áslaug Arna var betri. Kom inn á viðkvæmt pólitískt mál:

„Við þurf­um fleira fólk á Íslandi, við þurf­um fleiri vinn­andi hend­ur til þess að skapa verðmæti og standa und­ir sam­neysl­unni. Þar finnst mér að við ætt­um ekki að gera svo mik­inn mun á fólki frá Evr­ópu og utan henn­ar. Við tök­um á móti sér­fræðing­um utan úr heimi, en líka alls kon­ar fólki, sem hingað kem­ur í leit að betra lífi, en fer inn í alþjóðlega vernd­ar­kerfið af því að það virðist eina færa leiðin. Þetta þurf­um við að laga,“ segir Áslaug Arna í viðtalinu.

Spáin er sú að Áslaug Arna sigri í Reykjavík og þar með tæki hún forystu í keppninni að formennsku í Sjálfstæðisflokki.