- Advertisement -

Áslaug Arna til varnar EES

„Aðild­in að EES-sam­starf­inu er lík­lega eitt mesta gæfu­spor sem Ísland hef­ur tekið.“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og ritari flokksins, sér ástæðu til að skrifa grein til varnar EES og þátttöku okkar í samstarfinu. Draga má þá ályktun að hún óttist vaxandi vilja innan flokksins til að klippa á samstarfið innan EES.

Grein sína byrjar Áslaug Arna svona:

„Aðild­in að EES-sam­starf­inu er lík­lega eitt mesta gæfu­spor sem Ísland hef­ur tekið á seinni árum.“ Hér er talað hreint og skýrt. 

„Að und­an­förnu hef­ur skap­ast umræða um veru okk­ar í EES-sam­starf­inu, sem er í raun umræða um þátt­töku okk­ar í alþjóðasam­starfi,“ skrifar hún síðar í greininni.

„Þessi umræða hef­ur ekki verið tek­in í tals­verðan tíma hér á landi. Mögu­lega er það vegna þess að þeir sem eru í það minnsta und­ir fer­tugu þekkja lítið annað en að njóta þeirra kosta og lífs­gæða sem EES-samn­ing­ur­inn fær­ir okk­ur. Þau þekkja tæki­fær­in til að mennta sig er­lend­is, búa þar og starfa, lífs­gæðin sem fylgja því að geta stundað frjáls viðskipti milli landa og telja það í raun sjálf­sagðan hlut.“

Áslaug Arna er ekki í neinum vafa um hvað hún vill:

„Ákvörðunin um að ger­ast aðili að EES-sam­starfi var tek­in af stjórn­völd­um sem þá voru þess full­viss að auk­in teng­ing okk­ar við um­heim­inn væri til hins góða. Menn vissu og trúðu því að auk­in viðskipti milli landa myndu færa okk­ur aukna hag­sæld, að það væru tæki­færi fólg­in í því að geta menntað sig og starfað er­lend­is, að fá hingað til lands fólk til starfa og að flytja fjár­magn óheft á milli landa. Ávinn­ing­ur­inn af þess­ari framtíðar­sýn um öfl­ugra og betra sam­fé­lag er ótví­ræður og það er ljóst að lífs­kjör á Íslandi væru lak­ari fyr­ir alla lands­menn ef við vær­um ekki hluti af EES-sam­starf­inu.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: