- Advertisement -

Áslaug Arna þekkir ekki takmörk sín

Stjórnmál Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra í nafni Sjálfstæðisflokksins, hefur gengið alltof langt. Heimildin hermir frá því að Áslaug Arna hafi rætt vanda Morgunblaðsins í ríkisstjórn, þar sem faðir hennar er stjórnarformaður, og hún fyrrverandi starfsmaður.

Það er megn fýla af málinu. Samt er það eitthvað svo dæmigert. Prívatmál rædd í ríkisstjórn og farið var fram á að ríkissjóður hlaupi undir bagga með peningagjöfum.

Þekkt er þegar reynt var að samþykkja eitt hundrað milljóna gjöf frá ríkissjóði til N4 á Akureyri. Sem var stoppað á síðustu stundu. Þar voru einnig fjölskyldutengsl.

Sigurbjörn Magnússon, faðir Áslaugar Örnu, á 15 prósent hlut í útgáfu félagi Moggans.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Prívat hagsmunir þeirra feðgina eru augljósir. Þetta er ljótt mál.

Sjá nánar á Heimildinni.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: