„Það er nauðsynlegt að ræða loftslagsmál á vettvangi stjórnmálanna,“ það er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hinn ungi dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sem skrifaði þennan gamaldags texta.
Svo beinir skotu sínum að flokki Katrínar, Vinstri grænum: „Loftslagsváin er alþjóðlegt vandamál og allar þjóðir heims þurfa að leggja sitt af mörkum. Það eitt að friðlýsa tiltekin svæði á Íslandi gerir lítið fyrir heildarmyndina.“
Þetta er ekki allt. Áslaug Arna ætlar Vg stærri sneið af köku sinni: „Það er þó alltaf hætt við því að stjórnmálamenn telji sig eina hafa lausnina við vandanum. Yfirleitt kemur það fram í því þegar vinstrisinnaðir stjórnmálamenn kynna boð og bönn, íþyngjandi aðgerðir, hærri skatta og aukin ríkisafskipti. Við sjáum það aftur og ítrekað frá þeim stjórnmálamönnum sem reyna að skreyta sig hvað mest með fjöðrum umhverfisverndar – en kæra sig lítið um raunverulegar lausnir í einu stærsta viðfangsefni samtímans.“