„Áslaug telur Sigríði Andersen forvera sinn ekki hafa gert mistök í embætti með dómaraskipan sinni.“ Það var Helga Vala Helgadóttir Samfylkingu sem tók þetta saman.
„Nú virðist dómsmálaráðherra fyrst og fremst vera að semja um vinnufrið við fyrrverandi dómsmálaráðherra og álíta það mikilvægara en að fara að lögum. Niðurstaða allra dómstóla, innlendra sem erlendra er samhljóða; Sigríður braut lög við meðferð málsins, en núv. dómsmálaráðherra telur það ekki vera mistök. Millidómstigið laskaðist og kostnaður er umtalsverður, fyrir utan persónulegt tjón þeirra sem sóttu um og ýmist fengu starfið eða ekki.“
Þú gætir haft áhuga á þessum