…mér þykir þetta hið mesta óráð…
Jón Örn Marinósson skrifar:
Áslaug Arna Langoustine Magnussen, dómsmálaráðherra, er þessa dagana í önnum við að útrýma einu og öðru sem henni þykir ógna „einstaklingsfrelsi“ og „friðhelgi einkalífs“. Nú hyggst hún í því skyni leggja mannanafnanefnd undir fallöxina og afnema jafnframt öll stjórnvaldsfyrirmæli um hvaða má og hvað má ekki þegar kemur að nafngiftum. Vel má vera að mörgum þyki þetta hið mesta réttlætismál og bíði þess í ofvæni að geta skírt drenginn sinn Keith eða Justin og dóttur sína Eileen eða Pippi. Ég skal hins vegar játa hreinskilnislega að mér þykir þetta hið mesta óráð og ég tel það ganga þvert gegn þeirri skyldu okkar, þessarar smáþjóðar, að standa vörð um hinn sérstæða menningararf á heimsvísu sem við höfum fengið til varðveislu frá forfeðrum okkar.