Stjórnmál

Áslaug Arna keypti rándýr húsgögn

By Miðjan

December 20, 2024

Heimildin: Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið hefur síðan í sumar keypt dönsk hönnunarhúsgögn inn á skrifstofur ráðuneytisins fyrir samtals 10,2 milljónir króna. Húsgögnin voru keypt í tilefni af því að ráðuneytið flutti í Reykjastræti, í hluta þess húsnæðis sem Landsbankinn reisti fyrir höfuðstöðvar sínar, en fyrir hafði ráðuneytið haft aðsetur í tímabundnu skrifstofuhúsnæði og átti engin húsgögn.

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið er nýjasta ráðuneytið á Íslandi en það tók til starfa í febrúar árið 2022. Það var stofnað eftir alþingiskosningarnar árið 2021 þegar ráðherrum var fjölgað um einn. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var skipuð ráðherra í ráðuneytinu en áður hafði hún verið dómsmálaráðherra.