- Advertisement -

Áslaug Arna fetar slóð Davíðs

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir:
„Greiðendur útvarpsgjaldsins eiga rétt á því að greint sé rétt frá.“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir fetar slóð Davíðs Oddssonar og byrstir sig gegn Ríkisútvarpinu. Fjölmiðli sem býr við hreint ómögulegt eigendavald. Enn sannast, hvað ungur nemur, gamall temur. Undantekningalítið vegur Davíð að Ríkisútvarpinu í Mogganum sínum. Í gær stökk Áslaug Arna um borð til Davíðs. Á sama tíma og ríkisvaldið hefur þrengt að Ríkisútvarpinu. Þess vegna varð að fækka um þrjá fréttamenn. Allt að vilja stjórnvalda.

Því er þetta sagt hér? Jú, í Mogganum í gær skrifaði dómsmálaráðherrann Áslaug Arna áminningu til fólksins í Efstaleiti. Svona hagið þið ykkur, er inntak skrifa ráðherrans. Dæmi:

„Allt er þetta í eðlilegum farvegi. Þetta veit talsmaður GRECO en fréttamaður „útvarps allra landsmanna“ kaus á hinn bóginn að afflytja málið og lýsa pólitískri afstöðu án tengsla við staðreyndir,“ skrifar ráðherrann. Hér er ekkert falið.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Sigrún Davíðsdóttir, pistlahöfundur hjá Ríkisútvarpinu, kaus í fréttaskýringu sinni, sama dag og skýrslan birtist, að gera lítið úr því sem gert hefur verið á vegum dómsmálaráðuneytisins og lét í veðri vaka að þar væri hvorki áhugi né vilji á aðgerðum gegn spillingu,“ bætti ráðherrann við.

Og svo þetta: „Greiðendur útvarpsgjaldsins eiga rétt á því að greint sé rétt frá.“

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ráðandi stjórnmálafólk minnir starfsmenn Ríkisútvarpsins á hver það er sem ræður framtíð útvarpsins. Frelsi Ríkisútvarpsins er ekki meira en þetta.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: