- Advertisement -

Áslaug Arna bannar innan átján

Nú hefur komið á daginn að und­anþágu­heim­ild í hjú­skap­ar­lög­um sem heim­ilaði að ein­stak­ling­ur yngri en átján ára megi gifta sig með sér­stöku leyfi frá frá dóms­málaráðuneyt­inu, hef­ur nú verið af­num­in með samþykktu frum­varpi dóms­málaráðherra, Áslaug­ar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur.

Því er ljóst að ráðuneytið hefur ekki leng­ur laga­heim­ild til að veita börn­um leyfi til að ganga í hjú­skap.

Fram kemur á vef Stjórn­ar­ráðsins að mark­miðið með þess­ari breyt­ingu sé að sam­ræma hjú­skap­ar­lög­in með alþjóðleg­um til­mæl­um og viðhorf­um varðandi lág­marks­ald­ur til að ganga í hjú­skap; ýmislegar breyt­ing­ar voru gerðar á hjú­skap­ar­lög­un­um; eins og varðandi lög­sögu í hjóna­skilnaðar­mál­um og breyt­inga sem snúa að því að færa til­tek­in verk­efni frá dóms­málaráðuneyt­inu til sýslu­manna.

Einnig var lög­fest sú grunn­regla að hjú­skap­ur sem er stofnaður til í útlöndum verður að upp­fylla skil­yrði sem lög­fest eru í vígslu­land­inu til að vera viður­kennd­ur sem hjú­skap­ur.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hjú­skap­ur sem stofnað er til í útlöndum verður þó ekki viður­kennd­ur hér á landi ef annað hjóna eða bæði voru yngri en átján ára þegar vígsl­an fór fram.

Þegar ótví­ræðir hags­mun­ir þess sem var yngri en átján ára krefjast þess verður þó heim­ilt að viður­kenna hjú­skap hér á landi ef viðkom­andi hafði náð sextán ára aldri þegar hjóna­vígsla fór fram og hjú­skap­ur­inn er viður­kennd­ur í því landi þar sem hjóna­vígsl­an fór fram.

Þá voru nokkr­ar breyt­ing­ar gerðar á ákvæðum hjú­skap­ar­laga varðandi lög­sögu ís­lenskra stjórn­valda varðandi hjú­skap; til dæm­is varðandi lög­sögu dóm­stóla til þess að veita lögskilnað á Íslandi í til­tekn­um til­vik­um ef hvor­ug­ur aðili býr hér, og viðkom­andi eru ekki ís­lensk­ir rík­is­borg­arar.

Og nú má höfða mál til hjóna­skilnaðar hér á landi ef hjóna­vígsl­an hef­ur farið fram hér – og leitt er í ljós að stefn­andi geti ekki höfðað mál í land­inu þar sem hann er bú­sett­ur eða hef­ur rík­is­fang.

Stjórn­völd geta nú leyst úr hjóna­skilnaðar­mál­um er tengj­ast öðrum ríkj­um ef hjóna­vígsla hef­ur farið fram á Íslandi, og leitt er í ljós að sá sem ósk­ar hjóna­skilnaðar get­ur ekki óskað eft­ir hjóna­skilnaði í land­inu þar sem hann á rík­is­fang eða er bú­sett­ur.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: