- Advertisement -

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skrifar grein í Moggann um húsnæðismál. Hún kemur víða við. Meðal annars skrifar hún um leigumarkaðinn. Hér á Miðjunni var fyrir fáum dögum sagt frá konu sem fær 250 þúsund krónur útborgaðar og borgar 240 þúsund í húsaleigu.

Katrín Jakobsdóttir segir að áskoranir blasi við ríkisstjórninni. Konan, sem skrifað var um, sér ekki fram á áskoranir. Við henni blasir neyð alla daga og allar nætur.

Katrín skrifaði:

„Þegar litið er til leigu­markaðar­ins blasa við okk­ur áskor­an­ir. Leigu­verð hef­ur haldið áfram að hækka um­fram verðlag, árs­hækk­un á höfuðborg­ar­svæðinu var 5,2% á meðan verðlag hækkaði um 3%. Eng­in breyt­ing hef­ur orðið á hlut­falli leigj­enda sem telja ólík­legt að þeir muni kaupa sér fast­eign (92%) þó að nú séu vext­ir í sögu­legu lág­marki. Hægt er að draga ýms­ar álykt­an­ir af því en ein af þeim hlýt­ur að vera að ótryggt ástand á leigu­markaði und­an­far­in ár ásamt mikl­um hækk­un­um á leigu­verði skapi slíkt um­hverfi að fólk sjái leigu­hús­næði ekki sem fær­an kost til framtíðar. Hér skipt­ir upp­bygg­ing fé­lags­legs íbúðakerf­is miklu máli þannig að fleiri geti nýtt sér lang­tíma­leigu­hús­næði með sann­gjarnri leigu. Einnig bind ég von­ir við að þegar aðgerðir sem kynnt­ar voru í vor til að greiða leið ungs fólks og tekju­lágra inn á fast­eigna­markaðinn hafa verið út­færðar og komn­ar til fram­kvæmda verði það til þess að bæta þessa stöðu.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: