Fréttir

ASÍ til í aðgerðir gegn Play

By Ritstjórn

June 23, 2021

Drífa Snædal, forseti ASÍ:

Nú hefur Flugfreyjufélag Íslands formlega óskað eftir viðræðum við Play og gefið þeim möguleika á að gera raunverulegan kjarasamning við raunverulegt stéttarfélag. Frestur til að svara rennur út eftir nokkra daga. Krafan er skýr: Að Play gangi til kjarasamninga við það launafólk sem á að vinna samkvæmt kjarasamningum, sá samningur verði lagður í dóm starfsfólks og þar með verði leikreglur á íslenskum vinnumarkaði virtar. Það er rík ábyrgð okkar sem samfélags að hafna hvers kyns tilraunum til niðurbrots á verkalýðshreyfingunni því það getur haft alvarlegar afleiðingar á kjör okkar allar. Við munum styðja þétt við bakið á FFÍ í þessu og beita öllum tiltækum ráðum til að koma á kjarasamningi.