- Advertisement -

ASÍ segir Primera brjóta lög

Alþýðusamband Íslands hefur skorað á íslensk stjórnvöld að taka starfsemi Primera Air og Primera Air Nordic hér á landi til rækilegrar skoðunar og stöðva starfsemi þeirra. Segist ASÍ hafa undir höndum gögn sem sýni að félögin brjóta lög og grundvallarréttindi á því starfsfólki Primera Air Nordic sem sinnir flugi fyrir Primera Air hér á landi. Primera Air hefur hafnað ásökunum ASÍ og hótað sambandinu málssókn.

Á heimasíðu ASÍ segir að Primera Air sé fyrirtæki með staðfestu á Íslandi, með íslenska kennitölu og VSK númer en fyrirtækið sé jafnframt hluti Primera Travel Group samstæðunnar. Félagið flýgur bæði leiguflug og áætlunarflug frá Keflavíkurflugvelli. Til þess að sinna þessu flugi eru leigðar flugvélar með áhöfn frá öðru fyrirtæki innan Primera Travel Group samstæðunnar, Primera Air Nordic, sem er nýtt flugfélag með flugrekstrarleyfi og aðsetur í Lettlandi.  Þessar flugvélar eru mannaðar með áhöfnum sem leigðar eru, alveg eða að hluta frá starfsmannaleigum utan Íslands, þ.m.t. frá Guernsey. Segir sambandið að þótt þetta viðskiptamódel sé löglegt kunni framkvæmd þess að vera löglaus og siðlaus, fylgi þau fyrirtæki sem mynda módelið hvorki íslenskum lögum, EES-reglum né alþjóðlegum flugreglum.

Í fréttum fréttum RÚV þann 11. febrúar s.l. er haft eftir forsvarsmanni Primera Air, að „ … áhafnir flugfélaga sem sendar séu tímabundið til að sinna flugi, falli ekki sjálfkrafa undir lög eða reglur um kaup eða kjör þeirra landa þar sem tímabundin bækistöð eða starfsemi flugfélags er hverju sinni.“ Segir á síðu ASÍ að þessi fullyrðing sé bæði rétt og röng en þó aðallega röng þegar litið sé til íslenskra laga og þeirra reglna sem gilda um kjör og réttarstöðu áhafna sem hafa tímabundna bækistöð hér á landi.

Sjá nánar á síðu ASÍ.

 

 

 

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: