Fréttir

ASÍ fordæmir Andra Má

- telja forstjórann hafa í hótunum og hann verði að gera hreint fyrir sínum dyrum.

By Miðjan

May 25, 2017

Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, fodæmir hótanir Andra Más Ingólfssonar forsvarsmanns Primera Air sem hann hefur viðhaft vegna verkfallsboðunnar Flugfreyjufélags Íslands.

Gyldi segir Alþýðusamband Íslands, og aðildarfélög þess, standa einhuga að baki formanni Flugfreyjufélagsins og þeim aðgerðum sem félagið fer fyrir. Hann segir að  Flugfreyjufélagi Íslands fái allan þann stuðning sem þörf verður á, þ.e. fáist flugfélagið ekki til viðræðna um kaup og kjör flugfreyja og flugþjóna um borð í vélum félagsins vegna þeirra sem starfa sem unnin eru á Íslandi.

Flugfreyjufélagið hefur samþykkt verkfall í vélum Primera Air frá miðjum september. Gylfi segir allt boðunina vera samkvæmt íslenskum lögum. Hann segir Primera Air þurfa að skýra skýra fyrir íslenskri verkalýðshreyfingu og opinberum stofnunum hvers vegna það fólk sem Primera sendir hingað til lands í sex til áttas vikur á ári til þess að vinna falli ekki undir íslenskar vinnumarkaðsreglur. Ekkert af þessu gerir Primera Air heldur hótar höfðun skaðabótamáls á hendur nýkjörnum formanni Flugfreyjufélags Íslands. „Þetta er framkoma sem er engu fyrirtæki sæmandi og við hana mun íslensk verkalýðshreyfing ekki una“ segir Gylfi Arnbjörnsson.