- Advertisement -

Ásgeir segist ekki hafa vitnað í tveggja manna tal

mbl.is birt nýtt viðtal við Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóra. Miðjan birtir viðtalið hér:

„Ég fjallaði í viðtal­inu al­mennt um sam­skipti þess­ara tveggja embætta, Seðlabank­ans og rík­is­sátta­semj­ara, en ekki í tveggja manna tal eins og haldið hef­ur verið fram.“

Þetta seg­ir Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri í sam­tali við Morg­un­blaðið. Nokkuð hef­ur verið fjallað um viðtal sem birt­ist við Ásgeir í Morg­un­blaðinu í gær­morg­un, fimmtu­dag.

Í viðtal­inu er meðal ann­ars rætt um ábyrgð aðila vinnu­markaðar­ins og rifjað upp hversu erfiðlega gekk að klára gerð kjara­samn­inga í vet­ur. Ásgeir grein­ir frá því í viðtal­inu að rík­is­sátta­semj­ari hafi reynt að hafa áhrif á vaxta­ákv­arðanir Seðlabank­ans og það hvenær vaxta­ákvörðun­ar­fund­ir yrðu haldn­ir. Þessi um­mæli Ásgeirs hafa sem fyrr seg­ir vakið at­hygli og hafa marg­ir gagn­rýnt hann fyr­ir að vísa í tveggja manna tal.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Ég var ekki að vísa í trúnaðarsam­tal tveggja manna, held­ur sam­skipti á milli þess­ara embætta sem fyrr seg­ir. Það hef­ur áður komið fram í fjöl­miðlum, og fyrr­ver­andi rík­is­sátta­semj­ari hef­ur upp­lýst um það sjálf­ur op­in­ber­lega, að sam­skipti hafi átt sér stað á milli þess­ara tveggja embætta. Sú upp­lýs­inga­gjöf var al­ger­lega í óþökk minni enda var Seðlabank­inn gerður að blóra­böggli fyr­ir því að slitnað hefði upp úr viðræðum á þess­um tíma,“ seg­ir Ásgeir þegar hann er beðinn um að út­skýra þetta nán­ar.

„Það hvað átti sér stað í þess­um sam­skipt­um er ekki aðal­atriði, held­ur miklu frek­ar að þau hafi átt sér stað með þess­um hætti. Seðlabank­inn á ekki að þurfa að sæta þrýst­ingi ut­anaðkom­andi aðila, hvort sem um er að ræða stjórn­völd, önn­ur embætti rík­is­ins eða aðilar vinnu­markaðar­ins,“ seg­ir Ásgeir.

Greindi sjálf­ur frá sam­skipt­um við Seðlabank­ann

Hvað fjöl­miðlaum­fjöll­un varðar frá þess­um tíma og spurður nán­ar um það hvernig rík­is­sátta­semj­ari vísaði í fyrr­nefnd sam­kipti, þá vís­ar Ásgeir til frétta­flutn­ings frá því í lok nóv­em­ber á síðasta ári, nán­ar til tekið 24. og 25. nóv­em­ber, í kjöl­far ákvörðunar Seðlabank­ans um að hækka stýri­vexti dag­inn áður, 23. nóv­em­ber. Sú ákvörðun bank­ans setti kjaraviðræður, sem þá voru á viðkvæm­um stað í upp­nám og var viðræðum slitið í kjöl­farið. Fimmtu­dag­inn 24. nóv­em­ber boðaði for­sæt­is­ráðherra aðila vinnu­markaðar­ins til fund­ar í stjórn­ar­ráðinu í þeim til­gangi að fá þá aft­ur að samn­inga­borðinu.

Í kvöld­frétt­um Stöðvar 2 sama dag upp­lýsti Aðal­steinn Leifs­son, sem þá var rík­is­sátta­semj­ari, að embættið hefði verið í sam­skipt­um við Seðlabank­ann.

„Það er eitt af hlut­verk­um rík­is­sátta­semj­ara að halda stjórn­völd­um og öðrum upp­lýst­um um fram­gang viðræðna hér. Það er al­veg hár­rétt að seðlabanka­stjóri var upp­lýst­ur um fram­gang viðræðna hér í þessu húsi,“ sagði Aðal­steinn í frétta­tím­an­um.

Dag­inn eft­ir, föstu­dag­inn 25. nóv­em­ber, var fjallað um stöðu viðræðna í kvöld­frétt­um Rík­is­sjón­varps­ins (RÚV). Þar var rætt við Aðal­stein sem sagði að samn­ingsaðilar hefðu verið í góðu sam­tali.

„Síðan var það þannig að í stað þess að gefa eðli­legt svig­rúm fyr­ir þetta sam­tal þá var upp­lif­un aðila beggja vegna borðsins að Seðlabank­inn hafi með ákvörðun sinni, og sér­stak­lega yf­ir­lýs­ingu Seðlabanka­stjóra, gert viðræður sem voru erfiðar og flókn­ar ennþá erfiðari og flókn­ari fyr­ir aðila báðu meg­in borðsins,“ sagði Aðal­steinn í frétta­tím­an­um.

Spurður um það hvort að út­spil Seðlabank­ans hefði haft þau áhrif að upp úr viðræðum slitnaði svaraði Aðal­steinn því til að Seðlabank­inn væri sjálf­stæð stofn­un og það beri að virða.

„En Seðlabank­inn er ekki ey­land, og við þurf­um öll að vinna sam­an og vera þátt­tak­end­ur í virku sam­tali til þess að ná þessu mark­miði, að ýta upp lífs­kjör­um og á sama tíma ná stöðug­leika og ná hér niður vöxt­um,“ bætti Aðal­steinn við.

Fréttamaður RÚV spurði Aðal­stein í fram­hald­inu hvort hann væri að kalla eft­ir því að Seðlabank­inn gefi samn­ingsaðilum svig­rúm til að reyna að ná samn­ing­um áður en vext­ir yrðu aft­ur hækkaðir.

„Punkt­ur­inn er þessi að við höf­um öll hlut­verk í þessu sam­fé­lagi. Það er al­gjört lyk­il­atriði að við virðum ábyrgð og vinnu hvors ann­ars […] við þurf­um öll að gæta þess að sýna ábyrgð og virðingu og það á einnig við um seðlabanka­stjóra,“ var svar Aðal­steins.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: