Árni Gils Hjaltason er látinn, á þrítugasta aldursári, en hann fæddist 3. október árið 1992. DV greindi fyrst frá andlátinu sem hafi borið að undir helgi.
Árni var mikið í fréttum vegna dómsmáls en hann var sýknaður í Landsrétti í fyrra af ákæru um tilraun til manndráps eftir að hafa verið sakfelldur í héraðdsómi. Málsmeðferðin, bæði fyrir dómi og hjá lögreglu, var harðlega gagnrýnd og barðist faðir hins látna, kraftlyftingamaðurinn Hjalti Árnason, fyrir réttlæti sonar síns.
Eins og áður segir hefði Árni orðið þrítugur á árinu. Hann var sýknaður í Landsrétti í fyrra af ákæru um tilraun til manndráps en þá hafði hann verið sakfelldur í héraðsdómi. Árni hafði þó setið í fangelsi í 277 daga. Skaðabótamál fyrir hönd Árna voru sögð í uppsiglingu.
Miðjan sendir aðstandendum og vinum Árna Gils innilegar samúðarkveðjur.