Arndísi nokkurri var talsvert brugðið eftir heimsókn í Kjörbúðina í sínum heimabæ. Þar komst hún að þvi að sömu vörurnar voru mun dýrari í búðinni heldur en Bónus þar sem hún verslar oftast.
Arndís tekur dæmi máli sínu til stuðnings og fjallar um þau í fjölmennu samfélagi á Facebook, Vertu á verði – eftirlit með verðlagi. Þar segir hún:
„1 líter af sveskjusafa kostar 1.490 krónur í Kjörbúðinni. – Sama magn af sveskjusafa fæst fyrir 298 krónur hjá Bónus. Græna þruman, blómaáburður 500 gr. kostar 999 krónur í Kjöbúðinni, sama magn kostar 598 krónur hjá Bónus.“
Flestir þeirra sem blanda sér í umræðuna furða sig á háu verðlagi Kjörbúðarinnar og er Þuríður ein þeirra. „Það er vel í lagt hjá Kjörbúðinni,“ segir hún.
Jón Óli er alls ekki sáttur. „Þetta kallast græðgi,“ segir hann ákveðinn. Karl veltir fyrir sér hvaða skýringar geti verið þarna að baki. „Verslar ekki kjörbúðin inn hjá bónus og áframselur?,“ spyr Karl.
Á sama tíma er Pétur sannfærður að einhverjir gleðjast yfir verðlaginu.„Eigandinn er örugglega kominn á dýrustu Tersluna,“ segir hann.