Útlendingamál Jóns Gunnarssonar verður enn á dagskrá þingsins í dag. Píratar hafa verið iðnir við kolann og verið í grímulausu málþófi. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir hefur trúlega talað þeirra mest. Að óbreyttu mun hún halda ræðu númer 131 í dag um þetta eina mál.
Einn af þeim sem hefur haft orð á málþófinu er Birgir Þórarinsson, liðhlaupi úr Miðflokknum og nýliði í Sjálfstæðisflokki, en hann hefur náð að vera ræðukóngur þingsins. Þá var hann, og aðrir í Miðflokki, með málþóf vegna orkupakkans.
Það fennur í sporin.