„Ég hef ekkert heyrt í henni lengi,“ sagði Arnar Grant um samskipti sín við Vítalíu Lazarevu í samtali við Mannlíf.
Í þessum mánuði greindi Arnar greindi frá því að hann ætli sér að bera vitni í máli Vítalíu, fari það á annað borð fyrir dómstóla.
Eins og frægt er steig Vítalía fram í viðtali við Eddu Falak í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur í janúar síðastliðnum; lýsti þar kynferðisofbeldi sem hún sagði Ara Edwald, Þórð Má Jóhannesson og Hreggvið Jónsson – allt landsþekktir viðskiptamógular – hafa beitt sig í bústað árið 2020.
Í samtalinu kvaðst Arnar ekki vita hvort búið væri að kalla þremenningana þekktu í skýrslutöku hjá lögreglu:
„Þetta er hjá lögreglunni upp á Akranesi skilst mér, gerist í Skorradalnum.“
Sjálfur hefur Arnar ekki verið boðaður í skýrslutöku lögreglu, en hann hætti tímabundið störfum sem líkamsræktarþjálfari hjá WC fyrr á þessu ári; staðfestir þó hann að hann væri kominn aftur til starfa.
Ekki hefur heyrst mikið opinberlega frá Vítalíu, sem hefur lokað öllum reikningum sínum á samfélagsmiðlum; greindi þó áður frá því að hún væri á leið til Ítalíu.
– Trausti