Arnar Þór Jónsson:
„Umfjöllun Þorsteins er fyrir vikið hvorki raunsæ né málefnaleg.“
Arnar Þór Jónsson, dómari og frambjóðnadi Sjálfstæðisflokksins við komandi kosningar, gefur ekki mikið fyrir Þostein Pálsson. Sama á reyndar við um Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formann Viðreisnar.
„Það er illa komið fyrir fyrrverandi formanni og varaformanni Sjálfstæðisflokksins þegar þau hafa gengið í lið með þeim sem vilja grafa undan sjálfstæði þjóðarinnar með staðlausum stöfum og hræðsluáróðri; með þeim sem vilja að Íslendingar gefi frá sér til útlanda aftur stjórn eigin mála sem þeir svo lengi börðust fyrir að fá inn í landið,“ segir í langri grein hans í Fréttablaðinu í dag.
Svo kemur að stóra högginu, eða stóra vindhögginu:
„Framsetning Þorsteins ber ekki með sér að hann hafi fylgst með þróun alþjóðamála síðastliðna áratugi eða gert sér grein fyrir að gagnaðili okkar í EES-samningum, Evrópusambandið (ESB), hefur stökkbreyst á þeim tæpu 30 árum sem liðin eru frá samningsgerðinni. Þorsteinn lætur eins og tíminn hafi staðið í stað frá því að Ísland gerðist aðili að EFTA og síðar EES. Umfjöllun Þorsteins er fyrir vikið hvorki raunsæ né málefnaleg.“