Hann er núna stimplaður sem „vandræðagemsi“ af hálfu útgerðarinnar.
Úlfar Hauksson, vélstjóri og stjórnmálafræðingur, skrifar:
Arnar Hilmarsson, háseti á Júlíusi Geirmundssyni, er núna kominn á „svarta lista“ SFS/LÍÚ fyrir að lýsa ástandinu um borð og viðra skoðanir sínar á Covid málinu. Hann er núna stimplaður sem „vandræðagemsi“ af hálfu útgerðarinnar. Þetta er þekkt aðferð þöggunar og margnotuð gagnvart mönnum sem tjá skoðanir sínar og segja einfaldlega frá hlutum sem í heilbrigðu og eðlilegu samfélagi ætti að vera sjálfsagt. Mér finnst Arnar helst til ungur til að vera á þessum lista en þetta er góður listi göfugra manna er mér tjáð…