- Advertisement -

Arfavitlaus stefna ríkisstjórnarinnar

„…við erum að ýta undir hægri öfgaöfl.“

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir.

„Þessi stefna er svo arfavitlaus á allan hátt. Okkur vantar fólk. Fólk er ekki kostnaður og það er engin hámarksstærð á samfélögum. Fjölmenning skapar áskoranir, hún gerir það, en fjölmenning er engin ógn nema við búum ógnina til. Og við erum að búa ógnina til með þessum fjandsamlegu skilaboðum. En það eru ekki útlendingarnir sem verða reiðir við það að við séum að senda þeim vond skilaboð, nei, við erum að ýta undir hægri öfgaöfl,“ sagði Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, í umræðu um fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar í þeim hluta þar sem hún ræddi málefni flóttafólks.

„Við erum að gefa þeim rödd, gefa þeim „platform“ sem hatast við þessa hópa, sem hafa haft vit á því að þegja hingað til. Það er það sem við erum að gera og það er ógnin sem við erum að skapa með þessari stefnu. Við sjáum það hreinlega hjá lögreglunni sjálfri, lögreglan sjálf er að tala um það. Hún segir að það séu engin merki um einhver íslömsk öfga-eitthvað, hryðjuverka-eitthvað, engin merki. Það eru hins vegar mörg merki um mikla hættu sem steðjar að samfélagi okkar og þetta er ein helsta ógnin, vegna öfga hægri afla,“ sagði Arndís Anna.

„Þið sjáið hvernig er verið að hóta hinsegin fólki á Íslandi í dag. Og ég get sagt ykkur að þið vitið ekki helminginn vegna þess að það er ekki alltaf gagn að því að opinbera það sem er í gangi, því að maður vill ekki veita því meiri athygli. En þetta er skelfileg staða og það er búið að vera algjörlega ógeðslegt að fylgjast með hvernig hefur verið talað um hinsegin fólk í fjölmiðlum á síðustu dögum. Og þetta er engin tilviljun, þetta er ekkert óvart. Þetta er vegna þess að það er verið að gefa þessum öflum byr undir báða vængi.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Hér er nóg af störfum, hér er nóg pláss og okkur vantar fólk.“

Lesum áfram:

„Það er þarna sem áskorunin liggur þegar samfélag okkar verður fjölmenningarsamfélag og það sem við þurfum að gera er að standa vörð um samfélag okkar eins og við höfum byggt það upp. Hvernig gerum við það? Við gerum það ekki með því að senda hatursfull skilaboð og eyða milljörðum í það í þokkabót. Við gerum það með því að tryggja tungumálið okkar. Hvað er það sem gerir okkur að þjóð? Hvað er það sem gerir Ísland að Íslandi og er það sem við erum svo hrædd við að missa? Það er tungumálið. Það er sagan okkar. Það er náttúran. Það eru mannréttindin. Það er réttarríkið sem við höfum byggt hérna upp, friðurinn, dýrðin. Þetta er það sem við eigum að vera að passa upp á en við erum að gera öfugt, við erum að vinna gegn eigin menningu með því sem við erum að gera. Við erum að skemma hana innan frá. Það eru ekkert útlendingar sem eru að eyðileggja þetta samfélag heldur erum við að gera það sjálf af ótta og það er óþarfi.

Ég ætlaði nú alls ekkert að koma hérna og halda reiðilestur um útlendingamál þótt margar ræður mínar fari gjarnan í þá átt, heldur vildi ég fyrst og fremst í þessu samhengi benda á það að útgjaldaaukningin sem við sjáum í þessu fjárlagafrumvarpi er ekki vegna þess að við erum að reyna að hjálpa mörgum. Hún er ekki vegna þess að við erum svo góð við flóttamenn, það er öfugt, það er vegna þess að við erum að fara í öfuga átt. Hér er nóg af störfum, hér er nóg pláss og okkur vantar fólk.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: