Fréttir

Arðgreiðslur komi ekki til greina

By Ritstjórn

March 22, 2020

Alþýðusambandið hefur ályktað vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar.

Í ályktun ASÍ segir til dæmis:

Að ef ákveðið verði að veita fyrirtækjum ríkisábyrgð á skuldum sínum gerir ASÍ kröfu um að ríkisstjórn Íslands veiti heimilum sem lenda í greiðsluerfiðleikum ríkisábyrgð með sama hætti hvort sem er vegna húsnæðislána, bílalána eða annarra íþyngjandi skuldbindinga.

Að heimilum gefist kostur á að fresta greiðslu opinberra gjalda vegna greiðsluerfiðleika með sama hætti og fyrirtækjum. Sveitarfélög skoði að mæta íbúum með frestun á greiðslu fasteignagjalda tímabundið.

Alla ályktunina má lesa hér.