GREIN Fjármálaeftirlitið segist ekki hafa lagastoð til að skrúfa fyrir sjálftökukranana í tryggingafélögunum. Trúlegast er það rétt hjá eftirlitinu.
En hvers vegna ætli það sé? Óvart? Eða var tilgangur löggjafans, það er Alþingis, einmitt sá að þeir ríku fengju þar leið til að dæla ofgreiddum iðjögldum einstaklinga og fyrirtækja í ofgnótta vasa sína? Já, það er allavega ekki fjarri lagi.
Í þessu makalausa máli virðist Alþingi, og þá það fólk sem þar situr, bera ábyrgðina á þeirri sorglegu mismunun sem nú mun eiga sér stað.
Ísland er okurland. Ísland er í 18. sæti af 141 landi yfir samkeppnishæfustu ferðamannalönd heims. Þetta eru niðurstöður World Economic Forum í skýrslu sem birt var á síðasta ári.
Þegar verðlag er metið er Ísland ekki áfram í átjánda sæti. Nei, okurlandið er 128 sæti þegar verðlag er borið saman milli landa.
Fákeppnin er erfið og við borgum fákeppnisskatta alla daga, alltaf.
Alþingi er meðal þeirra sem tryggja óbreytt ástand.
Sigurjón Magnús Egilsson.