- Advertisement -

Apabólan byrjuð að dreifa sér hér á landi – Búið að staðfesta þriðja smitið

Um helgina greindist þriðja apabólusmitið á Íslandi, en um er að ræða karlmann á miðjum aldri; búsettur á höfuðborgarsvæðinu.

Fram kemur í tilkynningu á vef Landlæknis að smitið hafi verið rakið til ferðar í Evrópu.

Viðkomandi einstaklingur er sem betur fer ekki alvarlega veikur; en hann dvelur nú heima hjá sér í einangrun.

Svipaða sögu er að segja um hin tvö smitin sem greind hafa verið á Íslandi: Þau greindust einnig í karlmönnum á miðjum aldri; þessir aðilar sem greindust smitaðir tengdust.

Þú gætir haft áhuga á þessum

En hvað er apabóla?

Apabóla (monkeypox) er vel þekktur og landlægur sjúkdómur í Mið- og Vestur Afríku. Veiran fannst fyrst í öpum árið 1958 og fékk þannig nafn sitt en fyrsta tilfellið í fólki greindist árið 1970. Veiran er orthopox veira og er náskyld bólusóttarveiru (smallpox). Sjúkdómurinn hefur hingað til verið sjaldgæfur utan Afríku. Undanfarnar vikur hafa greinst yfir 1000 tilfelli apabólu í 20 löndum Evrópu auk átta landa utan Evrópu þar sem sjúkdómurinn er ekki landlægur. Veiran smitast helst frá dýrum (nagdýrum) í fólk en undanfarið hafa smit dreifst manna á milli, sem er óvenjulegra en ekki óþekkt. Allir geta smitast en í faraldrinum.

Heimild: Embætti landlæknis

Þá er þar bent er á að helsta leiðin til að koma í veg fyrir mikla útbreiðslu á apabólu hérlendis sé að forðast þær smitleiðir og áhættur sem leitt geta til smita; að leita sér greiningar eins snemma í sjúkdómsferlinu og unnt er.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: