Fréttir

„Annars verða þingkosningar í mars“

By Miðjan

August 23, 2018

Formenn verkalýðsfélaga segja alla félagsmenn tilbúna í hörð átök. Þeir segja ríkisstjórnina hafa kosið að vera viðsemjandi.

Í þættinum Annað Ísland, sem var á dagskrá Útvarps Sögu nú síðdegis, var meðal annars talað við verkalýðsformennina Finnboga Sveinbjörnsson á Vestfjörðum og Aðalstein Baldursson á Húsavík.

Þeir segja báðir að fólk í þeirra félögum sem tilbúið í átök á vinnumarkaði i vetur, gerist þeirra þörf.  Báðir gera þeir ráð fyrir miklum átökum. Af máli þeirra má heyra að þeim þykir ríkisstjórnin hafa með gerðum sínum skipað sér í lið viðsemjenda launafólks.

Aðalsteinn sagði að stjórnarsáttmáli núverandi ríkisstjórnar geymi sumt ágætt hvað varðar verst setta fólk landsins. Hann sagði nú reyni á flokkana að efna það sem þeir hafa sagt.

Og ef ekki?

„Annars verða þingkosningar ekki síðar en í mars.“ Hann sagði hug launafólks vera það ákveðinn.

Í fyrri hluta þáttarins var einnig rætt við Ásgeir Brynjar Traustason um íslensku bankanna sem og erlenda. Meira um það síðar.