Tveir fasteignasalar voru fengnir til að verðmeta byggingalóð í Grafarvogi, þar sem nú er Skemmtigarðurinn. Annar mat lóðina verðlausa með öllu en hinn mat hana á rúmar 110 milljónir króna.
Ástæða þess að lóðin var metin verðlaus er sú að djúpt er á fast og á lóðina voru settir 28 þúsund rúmmetrar af mold, sem verður að fjarlægja áður en mögulegt verður að byggja á lóðinni. Lóðin þykir, að mati annars fasteignasalans, ómöguleg til bygginga.
Hinn fasteignasalinn segir að kosta muni um fimmtíu milljónir króna að laga á lóðinni og koma mold og öðrum jarðefni burt.
Að öllu virtu mat sá verðmæti lóðarinnar 110.500.000.
Þú gætir haft áhuga á þessum