- Advertisement -

Anna Kristjáns náði merkum áfanga á Tenerife: „Eins og fífl fór ég eftir þessum ráðum og hlýddi“

na Kristjánsdóttir, vélstjóri á eftirlaunum sem ákvað að flytjast búferlum til Kanaríeyja, nánar tilgreint til Tenerife, fyrir nokkrum árum, náði í dag merkum áfanga í lífí sínu. Hún hefur nú birt daglega pistla frá eyjunni fögru í þúsund daga samfleytt.

„ Upphaflega var alls ekki ætlunin sú að skrifa langan pistil á hverjum morgni, heldur einungis að segja frá þessu broslega og skemmtilega í umhverfinu einu sinni á dag, en fljótlega var farið að kvarta við mig: “Hvar er pistillinn minn, ég kemst ekki framúr fyrr en ég hefi lesið hann”. Eins og fífl fór ég eftir þessum ráðum og hlýddi og nú eru semsagt komnir þúsund dagar af bulli frá Paradís.Ætli ég reyni ekki að halda þessu eitthvað áfram á meðan ég hefi gaman af þessu því eitthvað verð ég að dunda mér við í tilgangsleysi ellinnar, segir Anna og bætir við:

Ekki nenni ég að vinna og vafamál að auki hvort ég fengi nokkuð að gera. Því er einfaldast að ég hegði mér áfram að hætti Münchausens baróns og held áfram að semja lygasögur á meðan einhver nennir að lesa bullið frá mér, en lesöndum mínum mun fækka stöðugt uns engin verður eftir.“

Af vélstjöranum Önnu er það annars að frétta að hún nálgast markmið sitt óðum en hún stefnir á að léttast um 22 kíló fyrir lok árs. Nú þegar eru 16 kíló farin hjá henni.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: