Anna Kristjánsdóttir.

Fréttir

Anna á Tene: „Að þurfa að drekka á­fengi í Para­dís er vinna og aftur vinna“

By Ritstjórn

June 20, 2022

Anna Kristjáns­dóttir býr á Spáni – nánar tiltekið á Tenerife; hún skrifar helling af athyglisverðum og skemmtilegum pistlum – hér er einn:

„Ég vaknaði eld­snemma í gær­morgun, setti inn pistil dagsins og hljóp af stað. Þegar vigtin mín segir mér að ég sé orðin of þung er einungis tvennt til ráða, sleppa brauðinu hvort heldur er í föstu eða fljótandi formi og hlaupa af stað, og ég hljóp af stað.“

Anna bætir við:

„Ókey, ég hljóp kannski ekki, en gekk rösk­lega golf­hringinn, þó án þess að fitna við að snerta á golf­kylfu og eftir rúm­lega einn golf­hring var stefnan tekin á snobb­hreppinn Adeje.“

Hún segir einnig að „eftir góðan hring þar var komið niður að Mon­k­ey-bar; síðan Hverfis­gatan, Lauga­vegurinn og Vista­ströndin og heim aftur: Sam­tals þrettán kíló­metrar; ekki veitir af. Vigtin mín sýndi yfir 90 kílóa þyngd um morguninn sem er ó­á­sættan­legt.“

Eftir fína hreyfingu var komið að smá lúr, sem var aðeins of stuttur að mati Önnu:

„Eftir að heim var komið á­kvað ég að fá mér sí­estu, en ég hafði ekki hvílst lengi er tengda­for­eldrar sonarins til­kynntu komu sína og ekki fer ég að hunsa svo á­nægju­lega heim­sókn.

Best að taka fram að tengda­for­eldrar sonarins eru indælis fólk, hún Borg­firðingur úr Reyk­holts­dalnum, hann Skag­firðingur frá Mann­skaða­hóli á Höfða­strönd og gengst við nafninu Jón mann­skaði þótt hann hafi aldrei gert flugu mein.“

Anna nefnir að „um það leyti sem þau kvöddu mætti fyrrum vinnu­fé­lagi minn og það var haldið á­fram að skála fyrir góðu fólki. Hann hafði unnið með mér frá 2006 er hann kom til Orku­veitu Reykja­víkur af Detti­fossi. Við erum ekki lengur vinnu­fé­lagar, enda er ég löngu hætt að gera gagn á þeim vett­vangi. Svo má deila um hvort nokkurn tímann hafi verið gagn í mér, en það er ekki mitt að dæma um slíkt,“ segir Anna og bætir þessu við:

„En hvað um það. Það er verið að segja að það sé ei­líf Para­dís að búa í Para­dís. Ég veit betur. Að þurfa að drekka á­fengi í Para­dís er vinna og aftur vinna. Stundum alveg hörku­vinna.Ekki orð um það meir,“ skrifar hin skemmtilega Anna að lokum.