Gunnar Smári skrifar:
Skúrkur. Merkel er stjórnmálamaður í vörn, án sýnar, og það var ekki það sem Þýskaland eða Evrópa þurfti eftir Hrun. Hún hefur reynt að framlengja stefnu fyrirhrunsáranna með slæmum afleiðingum; bæði hið svarta núll í þýskum ríkisfjármálum, sem leitt hefur til hrörnar innviða, menntakerfis og annarra grunnstoða samfélagsins akkúrat þegar þörf var á að bæta í; evrópustefnu eins og ekkert hafi gerst árið 2008 og ýtt þar með undir upplausn Evrópusambandsins (ekki Brexit, heldur herferðar Evrópusambandsins gegn ríkjunum á jaðrinum. Tímabil Merkel verður metið sem tími hinna glötuðu tækifæra; mögulega mun viðbragðsleysi hennar og getuleysi til að móta nýja gagnlegri stefnu verða til þess að bæði Þýskaland og Evrópa muni leysast upp og verða leikvöllur fyrir ný-fasisma. Merkel er dæmigerður office-pólitíkus, lifir allt af en allt sem henni er trúað fyrir mun deyja. Í raun var eina afrek hennar að halda völdum og sannfæra Þjóðverja (og meira að segja ykkur flest, jafnvel vinstra fólk í öðrum löndum horfir til þessara sótsvörtu hægrikonu) um að hún væri móðirin sem heldur fjölskyldunni saman, að það mikilvægasta væri samstaða um óbreytt ástand, að verja það sem í raun er brostið. Evrópa undir Merkel er eins og fjölskylduboð þar sem allir hata orðið hvern annan undir yfirborðslegri kurteisi sem ættmóðirin þröngvar upp á liði.