Stjórnmál / „Allt klárt fyrir fjárlagavinnuna. Þann 3. júlí var þetta á dagskrá fundar ríkisstjórnarinnar: Lokun talnabálks fjárlagafrumvarps 2021, meginútfærsla tekju- og útgjaldahliðar og ákvörðun um útgjaldaramma málefnasviða. Þetta er æsispennandi.“
Þannig skrifar Oddný Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
„Ætli Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið sínu fram um niðurskurð í velferðarkerfinu eins og varaformaður þess flokks boðaði í eldhúsdagsumræðunum? Ætli fleiri einkaframkvæmdir verði á innviðunum? Kannski í skólakerfinu? Heilbrigðiskerfinu? Eða láta þau sér nægja einkavæðingu einstakra vegaframkvæmda?“
Skrifar Oddný. „Kannski enn frekari veiking á eftirlitsstofnunum sem gæta að almannahag. Ætli veiking Samkeppniseftirlitsins og Fjármálaeftirlitsins hafi ekki verið nóg?
Lækkun skatta kannski en hækkun á notendagjöldum? Allt í anda hægristefnu?
Vonandi ekki en ég er ekki bjartsýn skal ég segja ykkur. Mér finnst alla vega eins og Sjálfstæðismenn séu ánægðari en aðrir í stjórnarflokkunum þessa dagana.“