Ef almenningur vill ekki kaupa Moggann þá ber ríkinun að gera það.
„Mitt lítilláta hjarta gladdist einlæglega þegar menntamálaráðherra tilkynnti fyrirætlan sína um að niðurgreiða Moggann. Ja – þó fyrr hefði verið!“
Þannig skrifar Þröstur Ólafsson hagfræðingur. Og heldur áfram:
„Þarna hefur þetta óskabarn þjóðarinnar mátt velkjast í brimróti vanþakklætis og mótvinds án nokkurs stuðnings hvorki almennings né almannavaldsins. Það er hárrétt hjá ráðherranum að tryggja verður að markaðsöflin rústi ekki Mogga; að ríkisvaldið rétti af það sem samkeppnin vanrækir og skekkir. Vonandi mun Mogginn halda áfram að berjast fyrir frjálsri samkeppni – fyrir aðra. Ef almenningur vill ekki kaupa Moggann þá ber ríkinu að gera það. Hvar haldið þið að pólitískur þroski þjóðarinnar væri staddur, ef Trump ætti ekki þennan góða og trausta bakhjarl í Mogga? Eða þessi vandaða umfjöllun og skörpu ábendingar sem við fáum um skrimslið ESB. Það hljóta allir réttsýnir menn og konur að sjá að án niðurgreiðslu Moggans stefndi í þjóðarvá.“