- Advertisement -

Amatörar sem stýra landinu

- ríkisstjórnin sögð vera skattaglöð. Fagmenn í skattheimtu eru þó óbrúkaðir og á lausu.

Morgunblaðið lætur ekki af andstöðunni við hækkun veiðigjalda. Í Staksteinum segir meðal annars: „Menn hljóta að spyrja af hverju í ósköpunum Steingrímur og Indriði eru ekki fengnir aftur. Hvers vegna sjá amatörar í skattahækkunum, eins og SjálfstæðisViðreisn um svona verk, þegar frábærir fagmenn liggja óbrúkaðir á lausu?“

Þarna er átt við þá Steingrím J. Sigfússon og Indriða H. Þorláksson. En áður en kom að þeim kafla sem hér var birtur sækir Davíð Oddsson sér efni í Orðið á götunni, sem er nafnlaus dálkur á Eyjunni. Það sem Davíð fann sér þar til gagns er þetta:

…að stemningin hafi verið orðin heldur súr innan Sjálfstæðisflokksins með stjórnarsamstarfið og yfirlýsingar tveggja ráðherra Viðreisnar, sem boða beinar skattahækkanir, hafi gert ástandið miklu verra. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra boðaði í vikunni að tollar og gjöld á díselolíu verði hækkuð til að jafna stöðu þess eldsneytisgjafa gagnvart bensíni.

Auðvitað datt honum ekki í hug að lækka gjöldin á bensínið til að jafna stöðuna. Útvarpsgjald er hækkað, þótt einkareknir fjölmiðlar eigi allir í vök að verjast.

Og nú er tilkynnt um stórhækkun veiðigjalda á útgerð- ina og miðað við afkomuna árið 2015, enda þótt allir viti að gengisbreytingar síðan hafi gjörbreytt rekstrarumhverfinu í sjávarútvegi.

Stutt er síðan kynnt voru áform um hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu, þvert á gefin loforð.

Ásama tíma er orðið ljóst að ríkisstjórnin ætlar ekki að standa við loforð til fyrirtækjanna í landinu um að lækka tryggingagjaldið, þótt atvinnuleysi sé nánast ekki neitt.“

Hér er engum hlátur í huga. Hvorki í „SjálfstæðisViðreisn“ né í Hádegismóum. Barist er um mikla hagsmuni.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: