- Advertisement -

Ámælisvert ábyrgðarleysi Reykjavíkur

Segja Reykjavík ekki standa sig hvað varðar öryggi í umferðinni.

„Ljóst er að umferðaröryggismál borgarinnar eru víða í ólestri. Á síðustu átta árum hefur borgin sýnt af sér ámælisvert ábyrgðarleysi og er núna fyrst að bregðast við með tillögu að úrbótum við Hringbraut, sem tekur þó aðeins á einum takmörkuðum þætti vandans,“ segir í bókun borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

Meirihlutinn bókaði þá: Kynnt hafa verið, í skipulags- og samgönguráði, drög að einni umfangsmestu umferðaröryggisáætlun sem unnin hefur verið fyrir Reykjavík og að baki henni liggur djúp greining á umferðarslysum innan borgarinnar. 

„Setja þarf borginni nýja umferðaröryggisstefnu svo frekari slys verði fyrirbyggð enda öryggi fólksins í borginni forgangsmál,“ segja sjálfstæðismenn.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: