Gunnar Smári skrifar:
Álverið í Straumsvík segist ekki ná endum saman. Stjórnmálafólkið segir mikilvægt að samkeppnisstaða stóriðju á Íslandi sé könnuð og að Landsvirkjun hefji viðræður við fyrirtækið um lækkun raforkuverðs. Staðan er grafalvarleg, við verðum að bregðast við – segir stjórnmálafólkið.
Láglaunafólkið í Reykjavík segist ekki ná endum saman. Stjórnmálafólkið sakar verkafólkið um að ætla að grafa undan efnahagskerfinu. Staðan er grafalvarleg, við megum alls ekki láta undan þessum kröfum – segir stjórnmálafólkið.
Hvort á maður að hlægja eða gráta?
Þar fyrir utan: Er ekki kominn tími til að almenningur taki völdin til sín og sendi þessar senditíkur stórfyrirtækja og auðfólks í svona tveggja alda frí frá stjórnartaumum samfélagsins?