Þórhildur Sunna er sögð hafa brotið siðareglur þingmanna. Í frétt Fréttablaðsins segir:
„Forsætisnefnd hafnar þeim athugasemdum Þórhildar Sunnu að rétt hefði verið að siðanefndin legði mat á sannleiksgildi ummælanna og því bæri að vísa málinu aftur til siðanefndar til nýrrar meðferðar. Að mati forsætisnefndar geri siðareglurnar ekki ráð fyrir því að forsætisnefnd fari með úrskurðarvald um sannleiksgildi ummæla sem koma til skoðunar vegna siðareglna.“
Má þá skilja að Þórhildur Sunna hafi verið úrskurðuð sek þrátt fyrir að hafa sagt satt og rétt frá?
Ég hef verið dæmdur fyrir réttar fullyrðingar. Þar sem sá sem stefndi mér taldist til „fyrirmenna“ þess tíma var hluti þess sem ég skrifaði dæmt með þeim rökum að það væri rétt en sett fram með óviðurkvæmilegum hætti.